Rekstur Símans stöðugur fyrstu níu mánuði ársins

Tekjur á þriðja ársfjórðungi námu 7.555 milljónum króna samanborið við 7.089 milljónir króna á sama tímabili í fyrra, tekjuvöxturinn nemur 6,6%.Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 2.365 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2.452 milljónir króna á sama tímabili árið 2014.Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 873 milljónum króna samanborið við 1.200 milljónir króna á sama tímabili 2014.Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 2.557 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi en var 2.615 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 2.046 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi.Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 20 milljarðar króna í lok september og hafa lækkað um 1,4 milljarða króna frá áramótum.Fjárfestingar á þriðja ársfjórðungi voru 1.129 m.kr. og fjárfestingahlutfallið 14,9%.Eiginfjárhlutfall félagsins var 51,8% í lok tímabils og eigið fé 32,1 milljarðar króna.  Orri Hauksson, forstjóri:„Fyrsta uppgjör Símans á markaði er í samræmi við þau skilaboð sem gefin voru í aðdraganda skráningarinnar. Einföldun hefur verið meginstefið að undanförnu. Það á ekki aðeins við um uppbyggingu samstæðunnar heldur einnig þegar litið er til vöruframboðsins. Áherslan hefur færst frá einingaverði til fastra greiðslna á farsímamarkaði og hafa viðskiptavinir einnig kosið úrval vara Símans í einum pakka. Það minnkar sveiflur í rekstrinum. Á næstu misserum má ætla að þessar breytingar skili sér í hagkvæmari rekstri og aukinni framlegð. Við hjá Símanum höldum full sjálfstrausts inn á markaðinn eftir umfangsmikinn undirbúning fyrir skráningu félagsins. Ég vil nota tækifærið og þakka samstarfsfólki fyrir dug og elju í aðdraganda hennar.“ Nánari upplýsingar um uppgjörið veita:Orri Hauksson, forstjóri Símans, s. 550-6003. (orri@siminn.is)Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans s. 550-6003. (oskar@siminn.is)  

Recommended