Síminn hf. – Samningur um viðskiptavakt við Íslandsbanka hf.

Síminn hf. hefur gert samning við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt með hlutabréfum útgefnum af Símanum hf. sem skráð eru á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í Nasdaq Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.Fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 5.000.000 hlutir á nafnvirði á gengi sem Íslandsbanki ákveður, þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Hámarksmunur kaup- og sölutilboða er 1,5%. Eigi Íslandsbanki viðskipti með bréf félagsins fyrir 35.000.000 hluti eða meira að nafnvirði í sjálfvirkri pörun („automatch“) innan dags, sem fer um veltubók Íslandsbanka (eigin viðskipti bankans), falla niður skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting upp á 10% eða meira á sér stað getur Íslandsbanki að undangengnum símafundi  og umsögn félagsins fellt niður tímabundið skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða.Frekari upplýsingar veitir Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, s. 550-6003 

Recommended